sunnudagur, júlí 9

...i am just losing a friend...

ég átti yndislega sunnudag í faðmi fjölskyldunnar minnar í sumarbústaðinum við kerengi. við spiluðum körfu (ég vann!!!), átum fylli okkar af góðum mat, spiluðum veiðimann og olsen, ræddum heimsmálin, hlýddum á fótboltann og nutum samverunnar.
ég knústi fallega nýjasta meðlim fjölskyldunnar, frænda minn _________ sólimann, hann er ekki enn kominn með opinbert nafn.
það er svo góð lyktin af svon litlum fjögurra vikna babies...mmmmm... ég hefði getað knúsað hann endalaust, reyndar fyrir utan þá fakta að hann þurfti brjóst með mjólk í og svo setti hann bara upp skeifu og var ekki lengur sáttur við að ég var að sniffa af honum og kyssa og kjassa; hann eins og svo margir milljarðir annarra karlmanna vildu bara brjóstið.....

mamma var í essinu sínu í "ömmu"hlutverkinu og ég benti henni góðfúslega á þá líklegu staðreynda að svona fengi hún ekki frá mér næstu fimm árin.
glöggir lesendur geta reiknað út að þá verð ég að detta í þrítugt og hvað er það annað en príma aldur til að fara spá í svona hlutum?
ég reyndar fékk vægt taugaáfall þegar það rann upp fyrir mér að ég held ég vilji stóra fjölskyldu í framtíðinni og ef ég ætla unga út um þrítugt þá þyrfti ég að vera ansi metnaðargjörn og humping like a rabbit ef ætla ná fjórum ungum fyrir fertugt.... en svo sá ég ljósið og fattaði að auðvitað púlla ég bara tinseltown á þetta; mín bara eignast eitt og ættleiðir þríbura, málið dautt!
svo fattaði ég einnig að mér finnst tilhugsunin um skýjaðan frostpinna í leggöngum ekki nógu sexy svo að ég þarf bara að fara setja á mig veiðileyfi....
varla fer maður að unga út með pungi sem maður hefur bara verið með í tvö ár, eða er það?

mig fer bara að svima við allar þessar pælingar.
ætli greyjið strákurinn af prikinu í morgun hafi vitað að fyrir framan stóð stelpa sem var með þessar hugsanir að hringlast í kollinum sínum þegar hún tók sig til fyrir djammið? eflaust ekki.. hann hefur bara séð skvísu slamma við prodigy og ákveðið að þar sem hún var ein var tilvalið að bjóða henni í einn kebab.
ég bað hann reyndar vel að lifa og hélt á fallegu vinkonu minni heim til sín og kom henni ofan í beddann....

smá disclaimer af því ég er svo hrifin af þeim; það er ekki þar með sagt að ég sé með hringlandi eggjastokka sem óma hærra en kirkjubjöllurnar, síður en svo, eiginlega alveg hin áttinn.
en ég get ekki gert að því að leiða hugann að þessu og spá..... hvenær hvernig og hvað ef?

haltrandi dögum mínu ætti að fara ljúka.
ég spjallaði við hjúkkuna a föstudaginn og hún lofaði að taka saumana úr á þriðjudaginn en ég má víst fara beygja hnéð, þetta gréri víst bara helvíti vel hjá mér....hmmm....
fyrsta sinn sem ég hef verið saumuð, sérstök lífsreynsla. mæli ekki með því.

svona btw...
klapp klapp fyrir nælon píjunum, mér finnst þetta ekkert smá góður árangur hjá stelpunum og frábærlega skemmtilegt lag til að raula með í umferðinni, Bravó Nælon, go girls!
ég bjóst ekki við ofangreindum ummælum en ég bara varð, stelpurnar "okkar" eru að standa sig vel og eiginlega alveg búnar að meika það....

ég er að pæla í að senda Kompás línu því ég er með ágætishugmynd að einum þætti sem þeir gætu unnið að og rannsakað, eitt af leyndarmálum miðbæjarins sem allir vita af en enginn beint talar um eða gerir neitt í, allir eru in on it og mjög meðvitaðir um eigin skinn án þess þó að bjarga næsta manni við hliðina....
ég spá í þetta, held þetta gæti orðið súper þáttur.

í vikunni sást til sólar.
ég settist út á litlu svalirnar mínar hér á suðurgötunni með ab mjólk og granóla, blaðið, tölvuna og náttúrulega kókosolíu. ég kom mér vel fyrir með teppi og púða og stillti útvarpið á rássstvöööö, ótrúlega kósí allt saman.
þegar sólin tekur sig til og fer að skína og skýjin hypja sig burt þá vaknar sál mín til lífsins og ég tek mig til og tek ákvarðanir í hinum og þessum aðkallandi málefnum.
ég er aldrei eins framkvæmdaglöð eins og þegar það er gott veður. ég verð ofur skipðulög svo ég nái að afgreiða sem flest af mínum málum svo ég geti tannað mig í sundi og sólbaði.

á föstudaginn var ein slík ákvörðun tekin.
að hika er það sama og að tapa sagði einn af þremur vitringunum um leið og hann þefaði af mirrunni. það var að vísu engin mirra né pálmatré hjá mér en ég varð fyrir vitrun og greip hana á lofti!
"eigi skal syrgja björn bónda, heldur safna liði", þessi fræga setning ekkju einnar frá Rifi kom upp í huga minn og ég ákvað að halda ótrauð áfram í að tjekk af atriði af lífsdraumalistanum mínum.

hrokagikkur.
ég get verið hrokagikkur.
eg las einn pistill í fréttablaðinu og ég fylltist hroka og vorkunn yfir vitleysunni sem manneksjan þar var að skrifa og þar með kalla yfir sig sjálfa og okkur grunlausu lesendurnar, slík yfirborðs og meðalmennska! ég átti bágt með að benda ekki og hlæja þegar ég mætti þessum ákveðna penna í bankastrætinu...
svo mundi ég eftir frelsistjáningunni og allur sá niðurgangur sem ég held reyndar að eigi við bna en ekki okkar stjórnarskrá án þess þó að hafa kynnt mér það.
ég drita nú niður meira bullinu en fólk fer þó meðvitað hingað og les þennan vitleysisgang; umræddur penni fær borgað! fyrir að tjá sig um þetta bull sem hver sem er grunlaus lesandi fréttblaðsins getur lent á og alveg óvart kafnað á kornflexinu sínu og heldur að heimurinn sé loksins farinn endanlega til fjandans...
af öllu sem hægt er að skrifa um hvernig er hægt að vera svona ótrúlega ómálefnalegur um eitthvað sem hægt væri að moða úr á skemmtilegan hátt??
þetta er bara eins og að hafa hveiti og vatn og í staðinn fyrir að búa til brauð eða núðlur þá bara sullaru út og það er leiðinlegt og erfitt að þrífa eftir þig...

ég ætti auvðitað ekkert að vera pirra mig á þessu og að sjálfsögðu sneiði ég hjá öllu sem þessi ákv penni skrifar en mér finnst þetta bara svo yfirgengilega rosalegt.
það mætti segja ég hafi fyllst hroka.
mætti segja.

ég fór á The brake-up í vikunni og ég grét.
ég grét því jennifer grét og ég skildi hana svo innilega. við tvær áttum móment þarna í myndinni þar sem mér fannst við vera tengjast yfir því að hún væri að syrgja brad en á sama tíma fagna vince....
and may I just say..
whatta man whatta man whatta mighty mighty good man......
úfffff hann er money baby, hreinar línur....
hávaxinn, dökkhærður, bjórbumbu, hálflokuð augu, hálftaugaveiklaður með sterka upphandleggsvöðva... er það heitt hérna inni eða er það bara ég?
ég hef átt í leynilegu ástarsambandi með vince mínum í mörg ár; ég er ofsalega fegin að hann hafi lent í höndum vinkonu minnar jennifer því eins og ég segi alltaf, ef þeir vilja mig ekki þá er það næstbesta í stöðunni að deita þá í gegnum nána vinkonu mína og fá öll detailsins....

tökur á konfektkassanum fara að hefjast og fólk í rannsóknarúrtaki er bara aldrei heima hjá sér..

siggadögg
-virðist líta ofsalega vel út þessa dagana, hroki?-

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú lítur alltaf vel út beib..hey ég er að spá í að fara í thai box camp :)

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta stelpan mín!
Langaði bara að segja hæ og láta vita að þótt ég sé ekki á klakanum er ég alltaf að fylgjast með ykkur stelpunum hehehe....
anywho, sjáumst 20. júli
AK í Vancouver

Sigga Dögg sagði...

úúúú´thai boxing... me like very much...

anna mín panna, við söknum þín.. fullt af slúðri í boði :)

Nafnlaus sagði...

ogh sigga, ég skil þig alltaf svo vel... sé mig svo í færslunum þínum... getur það verið að við séum eitthvað skyldar?! hehe ;))
elska vince vaughn... shit hottie...

Nafnlaus sagði...

vince er heitur.

Ég hef alltaf verið með hringlandi eggjastokka, reyni samt að hafa ekkert allt of hátt um það þar sem það þykir fælandi.

Þú ert mátulegur hrokagikkur

Kebab er gott, og sérstaklega þegar það er ókeypis.

ash

Kleina sagði...

hvað er skýjaður frostpinni í leggöngunum? Er ég algjör ljóska núna?

Sigga Dögg sagði...

hmmm... frosið sæði kannski í eldflaugaformi með skemmtilegum twist stöngli í mismunandi litum eftir hárliti barnsföðurs?

Kleina sagði...

Hehe já ok of course the old fashioned way ....